Ég er Solla.
Stundum er ég kölluð Solli.
Ég er tveggja barna móðir og bý núna í Laugarási í Biskupstungum.
Ég er hönnuður, grafískur hönnuður og þykir líka gaman að gera músík, taka myndir og sauma. Svo leiðist mér ekkert í tölvunni. 😉
Mér reyndar leiðist aldrei, ég get alltaf fundið eitthvað í umhverfinu og haft áhuga á því.

Ég lærði hönnun í Iðnskóla Hafnarfjarðar og bætti svo við mig ljósmyndun og grafískri hönnun hjá Promennt. Ég er með meirapróf og vinnuvélaréttindi.
Reyndar eyddi ég svo miklum tíma í allskonar nám sem ég kláraði ekki, því ég flutti frá Hafnarfirði og gerðist móðir og tíminn var ekki til staðar til þess að klára námið. Ég tók marga áfanga í vélvirkjun og kláraði grunndeild bíliðna.

Ég nota forritin í Adobe pakkanum og er færust í Photoshop, Illustrator, Audition og InDesign.
Ég nota WordPress þegar ég geri vefsíður, en það er mjög gott og einfalt vefumsjónarkerfi og hentar mjög vel til þess að gefa öðrum aðgengi á síðuna svo að fólk með litla þekkingu getur átt við efni og sett inn greinar.
Ég á heldur betur góðan að þegar kemur að tölvum og tækni, en pabbi hefur unnið í upplýsingatæknigeiranum í mörg ár, meistari á flestum sviðum og eldsnöggur að koma sér inn í málin. Það hafa verið allskonar tölvur á heimilinu síðan áður en ég fæddist.
Sú fyrsta sem ég fékk að leika mér í var tölva sem að mig minnir að hafi heitið Amstrad eða commador, var svört og notaði kasettur.

Nýverið tók ég að mér að setja saman Litla-Berþór, blað sem er gefið út í sveititnni þar sem ég bý.

Ég er oft til í einhver smáverkefni.
Allt frá því að sauma, laga fjölskyldumynd, photoshoppa grínmynd, gera logo, heimasíðu, raða saman vörum í bæklinga, setja saman tímarit eða bækur, gera teikningar fyrir skilti og senda svo vörur í prent hjá fagaðilum.